Brasilía er nokkuð óvænt úr leik á HM í Katar eftir tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni í kvöld.
Leikurinn var heilt yfir enginn frábær skemmtun en Brassarnir voru í góðri stöðu í framlengingu.
Neymar kom liðinu yfir áður en Króatarnir jöfnuðu metin er þrjár mínútur voru eftir.
Búið er að staðfesta það að Tite verði ekki lengur þjálfari Brasilíu eftir mótið og verður nú breytt til.
Tite er 61 árs gamall en hann hefur undanfarin sex ár þjálfað liðið og náð fínasta árangri.