Jafnt er í leik Brasilíu og Króatíu í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar þessa stundina.
Aðeins örfáar mínútur eru eftir af framlengingu. Til hennar var gripið eftir að markalaust var er venjulegum leiktíma lauk.
Neymar skoraði hins vegar fyrir Brasilíu í blálok fyrri hálfleiks framlengingar.
Kappinn var að skora sitt 77. landsliðsmark fyrir Brasilíu. Hann jafnar þar með Pele. Magnaður árangur.
Þegar er þetta er skrifað hefur Bruno Petkovic jafnað fyrir Króatíu og það stefnir í vítaspyrnukeppni.