Hákon Ingi Einarsson er kominn aftur í uppeldisfélag sitt, ÍA. Félagið staðfestir þetta.
Þessi 27 ára gamli bakvörður kemur til ÍA frá Kórdrengjum, þar sem hann hefur verið undanfarin þrjú keppnistímabil.
Hákon skrifar undir samning til ársins 2024 á Skaganum.
ÍA verður í Lengjudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr efstu deild á þeirri síðustu. Kórdrengjar spila í sömu deild.
Skagamaðurinn Hákon Ingi Einarsson er snúinn aftur heim á Skagann 👌
Það er alltaf ánægjulegt þegar að uppaldir leikmenn snúa aftur heim til að spila með uppeldisfélaginu. Við erum spenntir fyrir framhaldinu 😊
Velkominn heim Hákon 💕Áfram ÍA 💛🖤💛#kfia #fótbolti pic.twitter.com/zcVKj5deCH
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) December 9, 2022