Það er von á fjöri á HM í Katar í kvöld er Holland og Argentína eigast við í 8-liða úrslitum mótsins.
Það er erfitt að segja til um sigurstranglegra liðið í kvöld en bæði lið eiga möguleika á að komast í undanúrslitin.
Sigurliðið mun spila við Króatíu í næstu umferð en það lið er búið að henda Brasilíu heim.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Holland: Noppert; Dumfries, Timber, Van Dijk, Aké, Blind; De Roon, De Jong; Gakpo, Bergwijn, Depay
Argentína: E Martínez; Molina, Romero, Otamendi, L Martínez, Acuña; De Paul, Fernández, Mac Allister; Messi, Álvarez.