Raheem Sterling telur að fjölskylda sín sé örugg og ætlar að fljúga til Katar í dag til móts við enska landsliðið.
Sterling hélt heim á leið á sunnudag eftir að brotist var inn á heimili fjölskyldunnar í London.
Sterling vildi tryggja að eiginkona hans og börn hefðu það gott og spilaði ekki í 16 liða úrslitum HM.
Brotist var inn á heimili Sterling og fjölskyldu hans og miklum verðmætum stolið. Sterling kemur til Katar í dag og nær að æfa með liðinu á morgun.
Enska liðið leikur svo í átta liða úrslitum á laugardag gegn Frakklandi.