Adrien Rabiot, stjarna Juventus og Frakklands, hefur staðfest það að hann vilji spila í ensku úrvalsdeildinni.
Rabiot var sterklega orðaður við Manchester United í sumar en hann vildi að lokum of há laun og gengu skiptin ekki upp.
Rabiot var á sínum tíma talinn einn efnilegasti miðjumaður heims en hann er 27 ára gamall í dag og hefur leikið fyrir Juventus og PSG.
Möguleiki er á að Rabiot skrifi undir nýjan samning á Ítalíu en hann er reglulegur byrjunarliðsmaður fyrir Frakka á HM.
,,Enska úrvalsdeildin heillar mig. Ég hef alltaf sagt að ég vilji spila þarna – gerist það eftir samninginn hjá Juventus? Ég veit það ekki,“ sagði Rabiot.
,,Ég á mér ekkert uppáhalds lið á Englandi, það er ekkert lið sem kallar meira á mig en annað.“