Sala á gervityppum og víbradorum hefur tekið rosalegan kipp í Bretlandi á síðustu tveimur vikum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum.
Er því haldið fram að karlmenn þar í landi vilji fremur fylgjast með Heimsmeistaramótinu í Katar frekar en að njóta ásta með unnustu sinni.
Salan á gervilimum og víbradorum hefur aukist um 32 prósent á síðustu vikum í Englandi. Mest í Liverpool en konur í London hafa líka verið duglegar að versla.
„Á meðan HM er í gangi og þetta eru um 60 leikir þá eru margir karlmenn að hugsa um fótbolta frekar en konuna sína,“ segir Adam Wright frá GetFruityCo.com.
„Leikirnir byrja oft snemma og eru fram eftir kvöldi, konurnar eru því meira einar ef þær hafa ekki áhuga á fótbolta. Venjulega er salan á þessum árstíma stöðug en hún hefur tekið rosalegan kipp núna.“