Það virðist æ líklegra að Joao Felix yfirgefi Atletico Madrid í janúar.
Samband leikmannsins við Diego Simeone, stjóra Atletico, er sagt slæmt og að það henti öllum aðilum að hann fari.
Samningur þessa 23 ára gamla sóknarmanns við Atletico rennur ekki út fyrr en 2026. Hann verður því ekki fáanlegur ódýrt.
Samkvæmt Calciomercato vill Atletico fá um 130-140 milljónir evra fyrir Felix.
Miðillinn segir einnig að Jorge Medes, umboðsmaður Felix, hafi rætt við Arsenal, Bayern Munchen, Chelsea og Manchester United.
Felix hefur verið á mála hjá Atletico síðan 2019. Þá kom hann frá Benfica í heimalandinu, Portúgal. Spænska félagið keypti hann á meira en 100 milljónir punda.
Þessa stundina er Felix staddur með portúgalska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þar mætir liðið Marokkó í 8-liða úrslitum á laugardag.