Cristiano Ronaldo var ekki með Portúgal í gær í 6-1 sigri liðsins á Sviss í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar.
Kom þetta mörgum á óvart.
Þetta kom þó ekki í veg fyrir að Ronaldo fengi sviðsljósið. Ljósmyndarar á vellinum röðuðu sér upp til að taka mynd af kappanum, líkt og sjá má hér neðar.
Systir Ronaldo, Katia Aveiro, tók eftir þessu og birti svipaða mynd.
„Leikurinn er þarna en sjáiði hvar einbeitingin er,“ skrifaði hún með myndinni.
Portúgal er komið í 8-liða úrslit þar sem andstæðingurinn verður Marokkó.