Goncalo Ramos fór gjörsamlega á kostum á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.
Sóknarmaðurinn kom inn í byrjunarlið Portúgal fyrir Cristiano Ronaldo. Liðið lék gegn Sviss í 16-liða úrslitum HM.
Hinn 21 árs gamli Ramos gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 6-1 sigri Portúgal, sem nú er komið í 8-liða úrslit.
Ramos er á mála hjá Benfica í heimalanindinu. Hann var hins vegar nálægt því að fara til Paris Saint-Germain í sumar.
Það er hinn virti Fabrizio Romano sem greinir frá þessu. Hann bendir á að Ramos muni kosta töluvert meira núna en hann hefði gert í sumar.
Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM. Leikurinn fer fram á laugardag klukkan 15 að íslenskum tíma.
The first hat-trick of this World Cup: Gonçalo Ramos ⭐️🇵🇹 #Qatar2022
He was close to joining PSG during the summer, always been in the list — now his price will be way higher. pic.twitter.com/qqT4a4S4kY
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2022