fbpx
Miðvikudagur 29.mars 2023
433Sport

Veltir því fyrir sér hvort Liverpool hafi hreinlega efni á Bellingham

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Ogden virtur blaðamaður hjá ESPN veltir því fyrir sér hvort Liverpool hafi hreinlega efni á því að keppa um Jude Bellingham miðjumann Borussia Dortmund.

Legið hefur fyrir um nokkurt skeið að Bellingham vill yfirgefa Dortmund næsta sumar og þýska félagið er reiðubúið að selja hann.

Í aðdraganda HM í Katar var talað um 130 milljóna punda verðmiða en sá verðmiði hefur vafalítið hækkað með frammistöðu Bellingham í Katar.

„Það er talað um að mestar líkur séu á að Liverpool kaupi Bellingham verðið á honum hækkar bara og hækkar,“ segir Ogden.

Eignarhald Liverpool er í óvissu en FSG vill selja félagið en ekki er vitað hvenær eða hvort það gerist. „Við vitum ekki hverjir verða eigendur Liverpool, eru þeir sem eiga félagið til í að eyða þessum peningum í Bellingham.“

„Liverpool myndi henta Bellingham fra´bæarlega, en hafa þeir efni á honum? Hann er heitasti bitinn á markaðnum ásamt Kylian Mbappe.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu hvernig blöðin tæta þá í sig á forsíðum sínum – „Hvert er planið?“

Sjáðu hvernig blöðin tæta þá í sig á forsíðum sínum – „Hvert er planið?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spyrja sig hvort þetta sé svar KSÍ: Þyrftu að láta Arnar Þór fara – „Þetta er það sturlaðasta sem ég hef séð“

Spyrja sig hvort þetta sé svar KSÍ: Þyrftu að láta Arnar Þór fara – „Þetta er það sturlaðasta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Manchester United vill helst klára kaup á Harry Kane áður en tímabilið er á enda

Manchester United vill helst klára kaup á Harry Kane áður en tímabilið er á enda
433Sport
Í gær

Meint árás hans til rannsóknar hjá lögreglu

Meint árás hans til rannsóknar hjá lögreglu