Matty Cash, leikmaður Póllands, fer ekki heim jafn súr og aðrir eftir að liðið féll úr keppni á HM í Katar.
Pólland komst upp úr riðli sínum á HM en Frakkland reyndist að lokum of erfiður andstæðingur í 16-liða úrslitum.
Cash sem leikur með Aston Villa á Englandi var mikilvægur fyrir Pólland í mótinu og spilaði alla leiki liðsins.
Cash var svo heppinn að fá bæði treyju Kylian Mbappe og Lionel Messi, eitthvað sem fáir geta montað sig af.
Myndir af Cash með treyjunum má sjá hér fyrir neðan.
Matty Cash is still headed home with something special from the World Cup 🤩 pic.twitter.com/TKATUkvu53
— ESPN UK (@ESPNUK) December 5, 2022