Það var hart tekist á í leik Spánar og Marokkó á Heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Í venjulegum leiktíma og framlengingu var Spánn meira með boltann en það var Marokkó sem skapaði sér heilt yfir hættulegri færi.
Spænska liðið fór ítrekað illa með góða sénsa til að búa sér til færi en síðasta sendingin klikkaði oftar en ekki.
Undir lok framlengingar fékk Spánn algjört dauðafæri þegar Pablo Sarabia skaut í stöngina af stuttu færi.
Það var Bono markvörður Marokkó sem reyndist hetja liðsins en Spánverjar klikkuðu á fyrstu þremum spyrnunum á meðan Marokkó skoraði úr fyrstu tveimur af sínum þremur. Achraf Hakimi tryggði Marokkó sigur með fjórðu spyrnu liðsins.
Hakimi var ískaldur eins og sjá má hér að neðan.
Hakimi var öryggið uppmálað á punktinum og vippar honum laflaust á mitt markið. Stáltaugar og Marokkómenn eru komnir áfram í 8 liða úrslit! pic.twitter.com/pXjJc9ie2N
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 6, 2022