Neymar, leikmaður Brasilíu, viðurkennir að hann hafi óttast það að leikurinn við Serbíu hafi verið hans síðasti á HM.
Neymar meiddist í opnunarleik Brasilíu gegn Serbum í riðlakeppninni en sneri aftur í gær gegn Suður-Kóreu.
Neymar er helsta stjarna Brasilíumanna og tók þátt í öruggum 4-1 sigri er liðið komst í 8-liða úrslit.
Um tíma var óttast að Neymar myndi ekki spila meira í mótinu og var hann með sömu hugsun.
,,Ég óttaðist mikið að ég gæti ekki spilað fleiri leiki á mótinu en ég var með allan stuðning vina og fjölskyldu,“ sagði Neymar.
,,Að lokum þá reyndi ég að finna styrk þar sem ég fann ekki áður.“