fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
433Sport

Var fagnið í gær vísbending? – Stuðningsmenn Liverpool spenntir

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 5. desember 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool og Real Madrid leiða kapphlaupið um Jude Bellingham næsta sumar. Ben Jacobs á CBS Sports heldur þessu fram.

Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims, ef ekki sá eftirsóttasti.

Miðjumaðurinn er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi en það þykir næsta víst að hann yfirgefi félagið næsta sumar fyrir einn af risunum í Evrópu.

Bellingham hefur farið á kostum með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar sem nú stendur yfir.

Í gær lagði hann upp fyrsta mark liðsins í 3-0 sigri á Senegal í 16-liða úrslitum. Markið skoraði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool og fögnuðu þeir félagar innilega saman.

Samkvæmt Jacobs eru þeir miklir vinir, sem gæti hjálpað Liverpool í viðræðum við leikmanninn.

Hann segir einnig að Liverpool hafi sýnt mesta viljann til að semja við Bellingham næsta sumar.

Kappinn verður þó ekki ódýr. Dortmund vill 130 milljónir punda.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Mætti til vinnu til að láta reka sig en verður á launum til 2026

Sjáðu myndbandið – Mætti til vinnu til að láta reka sig en verður á launum til 2026
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Var brugðið er hann fékk veður af stórtíðindunum í beinni útsendingu – „Er bara að heyra af þessu fyrst núna“

Sjáðu atvikið: Var brugðið er hann fékk veður af stórtíðindunum í beinni útsendingu – „Er bara að heyra af þessu fyrst núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vestri búið að semja við reynslumikinn brasilískan markvörð

Vestri búið að semja við reynslumikinn brasilískan markvörð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ný ritgerð varpar skýrara ljósi á KSÍ krísuna: Ekki góð hugmynd að ræða við RÚV – „Það var ákvörðun Guðna og ráðgjafanna“

Ný ritgerð varpar skýrara ljósi á KSÍ krísuna: Ekki góð hugmynd að ræða við RÚV – „Það var ákvörðun Guðna og ráðgjafanna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skandall í Bæjaralandi: Frétti af brottrekstrinum í fjölmiðlum – Eftirmaðurinn nú þegar fundinn

Skandall í Bæjaralandi: Frétti af brottrekstrinum í fjölmiðlum – Eftirmaðurinn nú þegar fundinn
433Sport
Í gær

Jón Dagur segir mörkin sem Ísland fékk á sig hafa haft of mikil áhrif á liðið – „Það er bara áfram gakk, ekkert annað í stöðunni“

Jón Dagur segir mörkin sem Ísland fékk á sig hafa haft of mikil áhrif á liðið – „Það er bara áfram gakk, ekkert annað í stöðunni“
433Sport
Í gær

Hákon Arnar segir leikmenn Íslands ekki hafa mætt til leiks í kvöld – „Vantaði bara helling upp á hjá okkur“

Hákon Arnar segir leikmenn Íslands ekki hafa mætt til leiks í kvöld – „Vantaði bara helling upp á hjá okkur“