Cristiano Ronaldo og hans teymi fer yfir alla pappírana frá Al Nassr í Sádí Arabíu sem hafa sett rosalegt tilboð á borð hans.
Ronaldo stendur til boða að þéna 200 milljónir evra á ári og verða þar með launahæsti leikmaður í heimi.
Ekki hefur verið skrifað undir neitt en Fabrizio Romano fjallar um málið.
Ronaldo er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við Manchester United en báðir aðilar vildu slíta samstarfinu eftir viðtal Ronaldo við Piers Morgan.
Ronaldo er með tilboð í höndunum frá Al Nassr í Sádí Arabíu en hann fær samning til sumarsins 2025.
Það myndi þýða að Ronaldo verði samningsbundinn til fertugsaldurs en hann er 37 ára gamall í dag. HEfur Ronaldo boðað það að hætta fertugur.
Al Nassr official proposal to Cristiano Ronaldo is on the table, as called last week. €200m per year until 2025, but including sponsor deals. Documents are being checked. 🚨🇵🇹🇸🇦 #Ronaldo
There’s still nothing signed, agreed or approved by Cristiano. Focus is on the World Cup. pic.twitter.com/FUTxOnoDI7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 5, 2022