Antonela Roccuzzo, eiginkona argentíska knattspyrnusnillingsins Lionel Messi, var allt annað en sátt með son þeirra á leik á Heimsmeistaramótinu í Katar á dögunum.
Rocuzzo er stödd í Katar til að fylgjast með Messi og Argentínu á HM, ásamt sonum þeirra þremur.
Argentíska liðið er komið í 8-liða úrslit eftir sigur á Ástralíu um helgina.
Rocuzzo var hins vegar allt annað en sátt með einn son þeirra, Ciro, þegar hann kastaði tyggjói inn í áhorfendaskarann á dögunum.
Hún virtist húðskamma hann fyrir framan alla.
Næsti leikur Argentínu er við Holland á föstudagskvöld.
Enska götublaðið The Sun birti myndband af þessu á vefmiðli sínum. Það má sjá með því að smella hér.