Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Brasilía fer ekki áfram í 16-liða úrslit á HM í Katar í kvöld.
Brassarnir eru taldir sigurstranglegasta lið mótsins með mögulega Frökkum sem eru komnir í næstu umferð.
Góðu fréttirnar fyrir Brasilíu er það að Neymar verður klár í kvöld er liðið spilar við Suður-Kóreu.
Suður-Kórea þarf að eiga leik lífs síns til að slá Brassana úr keppni en hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Brasilía: Alisson; Militao, Thiago Silva, Marquinhos, Danilo; Paquetá, Casemiro; Raphinha, Neymar, Vinicius; Richarlison.
Suður Kórea: Seung-Gyu; Jin-Su, Kim Min-Jae, Woo-Young, Moon-Hwan; Young-Gwon, Hwang Inbeom, Jae-Sung; Hwang Hee-Chan, Cho Gue-Sung, Son.