Luis Suarez, leikmaður Úrúgvæ, var mjög sár í gær eftir 2-0 sigur liðsins á Gana í riðlakeppni HM.
Úrúgvæ vann sinn leik en á sama tíma sigraði Suður-Kórea lið Portúgals og fara þau tvö síðarnefndu áfram í 16-liða úrslit.
Suarez vildi fá tvær vítaspyrnur í leiknum og kvartaði einnig yfir hegðun fólk á vegum FIFA eftir lokaflautið.
,,Fólkið hjá FIFA og dómararnir þurfa að gefa útskýringu varðandi þessa ákvörðun, að gefa ótrúlegar vítaspyrnur á þessu móti en við fáum enga í tvö skipti,“ sagði Suarez.
,,Þetta er engin afsökun en við þurfum að svara fyrir okkur. Eftir leikinn þá vildi ég hitta börnin mín en fólkið á vegum FIFA bannaði mér það, þegar leikmaður Frakklands var með barninu sínu á varamannabekknum.“
,,Það er eins og Úrúgvæ þurfi meiri völd. FIFA er alltaf gegn okkur.“