Jose Gimenez, leikmaður Úrúgvæ, er mögulega á leiðinni í 15 leikja bann eftir atvik sem kom upp í vikunni.
Þetta atvik gerðist í 2-0 sigri Úrúgvæ á Gana en Úrúgvæ er úr leik í keppninni og komst ekki í 16-liða úrslit.
Gimenez gaf starfsmanni FIFA olnbogaskot er mikil læti áttu sér stað á hliðarlínunni.
Menn virðast ekki vera sammála um hvort Gimenez hafi gert þetta viiljandi eða ekki en rannsókn mun hefjast.
Úrúgvæ vildi fá vítaspyrnu seint í leiknum og urðu margir leikmenn liðsins reiðir og létu í sér heyra.
Myndband af þessu má sjá hér.
Esto es muy gordo. Giménez ha agredido al director de competiciones de FIFA. Le ha dado un codazo y acto seguido le ha insultado de manera muy grave. La sanción va a ser histórica. pic.twitter.com/L3J0VkEtKe
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 2, 2022