Argentína tryggði sæti sitt í 8-liða úrslitum HM í kvöld er liðið spilaði við Ástralíu í öðrum leik dagsins.
Lionel Messi er að spila á líklega sínu síðasta HM og er hann að gera sitt til að koma liðinu alla leið.
Messi skoraði fyrra mark Argentínu á 35. mínútu í dag áður en Julian Alvarez bætti við öðru.
Draumar rætast en fyrir nokkrum árum var Alvarez mesti aðdáandi Messi og leit upp til hans.
Alvarez var þá aðeins krakki og fékk mynd af sér með Messi og nokkrum árum seinna skora þeir saman í útskláttarkeppni HM.
Julián Álvarez scoring in World Cup knockout games with Lionel Messi 🇦🇷
Rewind a few years and he was just a kid trying to get a picture with his hero 🥺 pic.twitter.com/XUyL5GDqIR
— ESPN UK (@ESPNUK) December 3, 2022