Jack Grealish, leikmaður Englands, sér mikið eftir þeim ummælum sem hann lét falla í maí á þessu ári.
Grealish skaut þar á Miguel Almiron, leikmann Newcastle, sem hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.
Grealish sagði Riyad Mahrez, liðsfélaga sinn hjá Manchester City, hafa spilað eins og Almiron og hafði þess vegna þurft að fara af velli gegn Aston Villa.
Á þessum tíma var Almiron í mikilli lægð hjá Newcastle en hefur stigið verulega upp á þessu tímabili og staðið sig frábærlega.
Grealish sér eftir þessu ódýra skoti á Almiron og mun biðjast afsökunar ef þeir hittast á vellinum í vetur.
,,Ég geri stundum mjög heimsklulega hluti sem ég sé eftir,“ sagði Grealish fyrir leik Englands gegn Senegal á sunnudag.
,,Ég sé eftir þessu því þetta er eitthvað sem ég átti aldrei að gera. Þetta tilheyrir fortíðinni og ef ég spila einhvern tímann gegn honum þá mun ég sýna honum virðingu.“
,,Hann á alla mína virðingu skilið og ég vona að hann haldi áfram að skora.“