Gary Neville, goðsögn Manchester United, hefur gefið í skyn að Spánverjar hafi gert mistök í liðsvali sínu fyrir HM í Katar.
Neville gagnrýndi markmanninn Unai Simon sem fékk á sig heldur klaufalegt mark í 2-1 tapi gegn Japan í gær.
David de Gea, markmaður Man Utd, var ekki valinn í hóp Spánar á mótinu og situr heima fyrir framan sjónvarpið.
Neville telur að De Gea hafi aldrei leyft þessu marki að verða að veruleika og að Spánn þurfi mögulega að skoða aðra kosti fyrir 16-liða úrslitin.
,,Stóra ákvörðunin er hvort Spánverjarnir haldi sig við sama markmann,“ sagði Neville í samtali við ITV.
,,Simon virðist vera veikleiki í þeirra spilamennsku. Við vitum að þeir vilja spila frá aftasta varnarmanni og við vitum að þeir munu halda áfram að taka áhættur.“
,,Hann þarf að verja fyrsta markið, þeir eru með David Raya á bekknum sem og Roberto Sanchez.“
,,De Gea er ennþá heima hjá sér. Ég veit að hann hefur ekki verið frábær síðustu ár en hann hefði aldrei hleypt þessu inn. Þetta voru slæm mistök. Í útsláttarkeppnminni verður þetta þér að falli.“