Argentína og Pólland mættust á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.
Um var að ræða leik í lokaumferð riðlakeppninnar. Honum lauk með 2-0 sigri Argentínumanna. Bæði lið fara hins vegar áfram í 16-liða úrslit.
Skærustu stjörnur liðanna eru Lionel Messi og Robert Lewandowski.
Messi er á mála hjá Paris Saint-Germain en Lewandowski er hjá hans fyrrum félagi, Barcelona.
Sá argentíski virtist eitthvað pirraður út í framherjann eftir að hann braut á honum í leiknum. Lewandowski reyndi að ræða við Messi sem vildi ekkert með hann hafa.
Þeir félagar sættust hins vegar eftir leik og virtust eiga g0tt spjall.
Messi var spurður út í það hvað þeir ræddu.
„Það sem við segjum við hvorn annan í einaspjalli mun aldrei koma út úr mér,“ svaraði kappinn.