Chelsea ætlar að gera mikið til að fá miðjumanninn Jude Bellingham í sínar raðir á næsta ári.
Þetta segir blaðamaðurinn virti Matt Law en mörg stórlið í Evrópu horfa til Bellingham sem spilar með Dortmund sem og enska landsliðinu.
Law segir að Chelsea muni bjóða það sem þarf í Bellingham en að ákvörðunin muni ekki snúast aðeins um peninga.
Liverpool ku vera í bílstjórasætinu þegar kemur að leikmanninum og þarf mikið að gerast til að Chelsea verði hans áfangastaður.
,,Chelsea mun bjóða risaupphæð í Bellingham en þeir eru ekki líklegastir til að fá hann,“ sagði Law.
,,Þeir munu bjóða það sama og önnur lið munu bjóða í Bellingham en þetta mun að lokum ekki snúast bara um peninga.“