Eiginkonur og kærustur leikmanna Wales nutu heldur betur lífsins kvöldið fyrir síðasta leik liðsins á Heimsmeistaramótinu.
Wales lauk leik í gærkvöldi með 3-0 tap gegn Englandi. Liðið endar með eitt stig á botni B-riðils og er á leið heim.
Eiginkonur og kærustur leikmanna Wales voru staddar í Dúbaí kvöldið fyrir leik og tóku þar alvöru djamm.
Það mátti sjá einhverjar taka skot, aðrar tóku handahlaup og fleira til.
Myndir af þessu má sjá hér að neðan.