fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Þjálfarinn lofsyngur Hákon og líkir honum við fyrrum stjörnu liðsins

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 10:30

Frá leiknum í gær. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jacub Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, lofsyngur Hákon Arnar Haraldsson eftir frammistöðu leikmannsins gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu.

FCK var þegar úr leik fyrir einvígið á Parken í gær en náði í gott 1-1 jafntefli við Dortmund. Hákon var frábær í leiknum og skoraði mark FCK.

Hinn 19 ára gamli Hákon er búinn að festa sig í sessi sem einn besti leikmaður danska stórliðsins.

„Hákon er búinn að sýna að hann getur orðið frábær sóknarmaður fyrir FCK,“ segir Neestrup.

Neestrup líkir Hákoni við Pep Biel, sem lék með FCK frá 2019 þar til hann var seldur til Olympiacos í sumar.

„Þetta var eins og að sjá Pep Biel upp á sitt besta, það sem hann gerði í dag.

Hákon hefur sýnt að hann getur pressað endalaust. Það er klikkað hverju hann skilar í pressunni í dag. Svo bindur hann leik okkar vel saman, skapar mikið og skorar mikið.“

Neestrup sér fyrir sér að Hákon muni ná mjög langt.

„Hann hefur burði til að ná langt, eins og allir þeir frábæru leikmenn sem við höfum verið með.“

Sjá einnig: Hákon nefnir andstæðinginn sem kom mest á óvart í Meistaradeildinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikirnir sem Jesus missir af – Skellur fyrir Arsenal í toppbaráttunni

Leikirnir sem Jesus missir af – Skellur fyrir Arsenal í toppbaráttunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nefnir þrjá erfiðustu andstæðingana – Enginn Ronaldo og enginn Messi

Nefnir þrjá erfiðustu andstæðingana – Enginn Ronaldo og enginn Messi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Endrick endar í spænsku höfuðborginni

Endrick endar í spænsku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breiðablik staðfestir kaup sín á Ágústi

Breiðablik staðfestir kaup sín á Ágústi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brynjar Björn rekinn úr starfi sínu í Svíþjóð eftir örfáa mánuði í starfi

Brynjar Björn rekinn úr starfi sínu í Svíþjóð eftir örfáa mánuði í starfi