Eden Hazard fékk heldur óþægilega og móðgandi spurningu á blaðamannafundi belgíska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Belgía og Hazard hafa valdið nokkrum vonbrigðum á mótinu til þessa. Liðið er með þrjú stig eftir leiki við Belgíu og Marokkó.
Hazard, sem er leikmaður Real Madrid á Spáni, hefur oft verið gagnrýndur fyrir líkamlegt stand sitt.
„Við tókum eftir að þú hefur bætt á þig,“ sagði blaðamaður á fundinum og spurði hann hvernig Hazard ætlaði að bæta úr því.
„Það er ekki rétt. Þyngd mín er stöðug og ég vinn alltaf hart að mér til að halda mér í formi,“ svaraði Hazard nokkuð yfirvegaður.
Myndband af þessu furðulega atviki má sjá hér að neðan.
'I noticed you've gotten fat' — Egyptian journalist to Eden Hazard 😳
The Belgian star couldn't believe he faced this question, as he rubbished the claims about his weight!#OptusSport #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Fle4gR1n4I
— Optus Sport (@OptusSport) November 28, 2022