Það birtist skemmtilegt myndband á Facebook úr líkamsræktarstöðunni Hress fyrr í dag. Þar er Hörður Magnússon að lýsa leik á Heimsmeistaramótinu í beinni í móttökunni.
Hörður hefur farið á kostum við lýsingar á HM á RÚV það sem af er móti og sló á létta strengi í Hress í gær, þar sem hann lýsti leik Kamerún og Sviss.
Kamerún skoraði meira að segja mark á meðan Hörður lýsti.
Þarna var á svæðinu Heimir Guðjónsson, nýlega ráðinn þjálfari FH, einnig.
Myndband af þessu athæfi má sjá hér að neðan.