Kolo Toure er tekinn við sem knattspyrnustjóri Wigan Athletic. Hann gerir þriggja og hálfs árs samning.
Hinn 41 árs gamli Toure var öflugur varnarmaður á leikmannaferlinum og er frægastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal. Hann lék einnig með Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
Toure hefur verið í þjálfarateymi Celtic og Leicester en þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf.
Wigan leikur í ensku B-deildinni eftir að hafa komist upp úr C-deildinni í vor.
✍🏼 We are delighted to confirm the appointment of Kolo Touré as the Club's new First Team Manager!
Welcome to Wigan, Kolo 💙#wafc 🔵⚪️ #BELIEVE
— Wigan Athletic (@LaticsOfficial) November 29, 2022