Samkvæmt enska blaðinu Telegraph munu þeir Bukayo Saka, Raheem Sterling, Mason Mount og Kieran Trippier allir setjast á bekkinn hjá enska landsliðinu í kvöld.
Enska liðið er svo gott sem komið áfram úr riðlinum en til að vinna hann þarf liðið að sækja úrslit.
Telegraph segir að Phil Foden og Marcus Rashford komi inn í þriggja manna sóknarlínu liðsins með Harry Kane fremstan.
Mason Mount fer af miðsvæðinu og Jordan Henderson tekur hans sæti en með honum verða þeir Jude Bellingham og Declan Rice.
Kyle Walker kemur svo inn í hægri bakvörðinn fyrir Trippier en þar verða einnig John Stones, Harry Maguire og Luke Shaw.
Jordan Pickford verður svo á sínum stað í markinu samkvæmt frétt Telegraph.