David Beckham mun leiða hóp fjárfesta sem mun gera tilboð í Manchester United. Frá þessu greinir vinur hans, Rio Ferdinand.
„Beckham mun leiða fjárfestingahóp,“ segir Rio Ferdinand sem sat með Beckham í Katar um helgina.
Manchester United er til sölu en Glazer fjölskyldan hefur ákveðið að selja eftir 17 ár sem eigendur féalgsins.
„Ég hitti Beckham á leik Englands og Bandaríkjanna. Við sátum þarna saman, það var góð lykt af honum og fann var fallegur.“
„Þetta verða ekki hans peningar, hann fer ekki í eigin vasa. Hann kemur með hóp fjárfesta, fólk sem á mikið af peningum og fólki sem getur klárað svona kaup.“
„Hann mun vera hluti af þessu. Þetta snýst um að finna réttu töluna sem allir sætta sig við svo svona kaup gangi eftir.
Fleiri aðilar hafa áhuga á að kaupa United en vörumerkið er gríðarlega verðmætt þrátt fyrir vandræði innan vallar.