Marta Barczok hefur verið nefnd ‘ungfrú HM’ en hún er pólsk og styður sína menn á mótinu í Katar.
Marta er stuðningsmaður Tottenham á Englandi og ásamt því að fylgjast með Pólverjum á England pláss í hennar hjartastað.
Hún ákvað að sleppa því að mæta á HM að þessu sinni vegna ástandsins í landinu en fylgist með í sjónvarpinu.
Marta hefur áður vakið athygli og þykir mjög kynþokkafull en hún var mætt til að fylgjast með HM í Rússlandi árið 2018.
Að þessu sinni er engin Marta á svæðinu en hún ræddi við the Sun um af hverju ekki.
,,Ég tel að England muni ná einu af efstu fjórum sætunum, þeir eru með mjög góðan hópog auðvitað Harry Kane sem er einn besti framherji heims,“ sagði Marta.
,,Ég horfi á hann í öllum leikjum Tottenham. Ég styð Spurs og ég er mætt á nánast alla heimaleiki.“
,,Ég ákvað að fara ekki til Katar vegna mannréttindabrota í landinu, það eina sem skiptir máli eru peningarnir.“
,,Ég ber virðingu fyrir þeim sem fóru á mótið og ég mun halda áfram að styðja við mitt lið.“