Dani Alves, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain, hefur skotið föstum skotum á núverandi leikmanns liðsins, Kylian Mbappe.
Mbappe ku horfa nokkuð stórt á sig og heimtaði risadíl í sumar til að skrifa undir nýjan samning við franska félagið.
Alves er ekki pent hrifinn af viðhorfi Mbappe og segir að aðrir leikmenn í liðinu séu stærri en hann.
Þar á Alves aðallega við landa sinn frá Brasilíu, Neymar, sem hefur lengi verið einn besti fótboltamaður heims.
Þá spilar Lionel Messi auðvitað með PSG en hann er einn allra besti leikmaður sögunnar.
,,Mbappe er stórstjana sem skilur ennþá ekki að þeir sem hann spilar með eru enn stærri en hann,“ sagði Alves.
,,Frábær leikmaður þarf að skilja með hverjum hann er að spila, liðsfélagar þínir ýta undir þín gæði.“