Kylian Mbappe, leikmaður Frakklands, skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær sem mætti Danmörku í riðlakeppni HM.
Mbappe er 23 ára gamall en hann hefur nú skorað 31 mark í 62 leikjum eftir tvennu í 2-1 sigri á Dönum.
Þessi stórstjarna Paris Saint-Germain er búinn að jafna met Zinedine Zidane með Frökkum en þar er einn besti miðjumaður allra tíma.
Það er þó langt í að Mbappe verði sá markahæsti í sögunni en það er í eigu Olivier Giroud og Thierry Henry.
Giroud er enn hluti af franska landsliðini og hefur gert 51 mark, jafn mikið og Henry gerði á sínum tíma sem leikmaður.
Það eru allar líkur á að Mbappe slái markametið á sínum ferli en að vera með 31 mark 23 ára gamall er í raun magnaður árangur.