Aurelien Tchouameni segir að Liverpool hafi verið fyrsta liðið til að reyna að fá hann í sínar raðir frá Monaco.
Tchouameni gekk í raðir Real Madrid frá Monaco fyrir um 100 milljónir evra í júní en um er að ræða einn efnilegasta leikmann heims.
Real var þó ekki fyrsta liðið til að hafa samband við Frakkann sem spilar nú með landsliði sínu á HM í Katar.
,,Fyrsta liðið til að sýna mér áhuga var Liverpool. Við vorum í viðræðum en svo kom Real til sögunnar,“ sagði Tchouameni.
,,Um leið og það gerðist var ég viss um hvað ég vildi gera. Það var Real og ekkert annað. Þetta er stærsta félag heims.“
,,Þegar París blandaði sér í málið þá var ég nú þegar búinn að taka ákvörðun, þó að það hafi verið mikill heiður.“