Luis Suarez, stjarna Úrúgvæ, er í engu standi til að spila á HM segja sparkspekingar TalkSport en hann lék með liðinu gegn Suður-Kóreu í vikunni.
Dean Saunders, fyrrum leikmaður Liverpool, var á meðal þeirra sem gagnrýndu Suarez sem lék í þessu markalausa jafntefli.
Suarez er fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona en er án félags þessa stundina eftir stutt stopp í heimalandinu.
Framherjinn er ásakaður um að vera í engu formi til að spila á HM en hann verður 36 ára gamall í janúar.
,,Hann virkar alls ekki í standi,“ sagði Alex Crook í samtali við TalkSport áður en Saunders tók við.
,,Þetta er eins og þegar þú ert í utandeildinni og að hann hafi ekki spilað leik fyrir þig í tvö ár, hann mætir bara allt í einu á æfingu og búningurinn passar á hann. Þannig er tilfinningin.“