Það eru ófáir knattspyrnuaðdáendur sem hafa kvartað yfir matnum sem er í boði á leikvöngunum í Katar.
HM í Katar stendur nú yfir en riðlakeppnin er í fullum gangi og er spennan veruleg í mörgum riðlum.
Kvartað hefur verið yfir matnum á þónokkrum stöðum og þar á meðal grísku salati sem kostaði í kringum 1,500 krónur.
Samlokurnar í landinu hafa helst fengið gagnrýni en kvartað er yfir að allar lokurnar séu þurrar og í raun ógeðslegar.
,,Ég hef smakkað mat um allan heim en þetta er jafn þurrt og landið sjálft. Ekki eyða peningum á vellinum,“ skrifar einn.
Annar bætir við: ,,Sonur minn yfirleitt til í að borða það sem stendur til boða en maturinn í Katar fékk hann til að kúgast.“
Dæmi má sjá hér fyrir neðan.