Trevoh Chalobah, leikmaður Chelsea, hefur skrifað undir nýjan sex árs samning við félagið.
Þetta var staðfest í gær en Chalobah gerir samning til ársins 2028 og er möguleiki á framlengingu um eitt ár.
Chalobah er uppalinn hjá Chelsea og spilaði sinn fyrsta leik árið 2021 og hefur samanlagt leikið 43 leiki.
Á þessu tímabili hefur varnarmaðurinn tekið þátt í 13 leikjum en hefur ekki fest sig almennilega í sessi.
Chalobah hefur staðið sig nokkuð vel á tímabilinu sem varð til þess að Chelsea bauð honum nýjan samning.