Herve Renard, landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu, hélt þrumuræðu í hálfleik í sögulegum sigri liðsins á Argentínu á Heimsmeistaramótinu í Katar á þriðjudag. Nú hefur hún birst og má sjá hér neðar.
Sádar voru 1-0 undir eftir fyrri hálfleik, þar sem þeir höfðu ekki verið sannfærandi.
Það var hins vegar allt annað lið þeirra sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Þeir mættu Argentínumönnum hærra uppi á vellinum og unnu að lokum stærsta sigur í sögu sinni, 1-2.
Það er ekki ólíklegt að þar hafi hálfleiksræða Renard spilað inn í, en hann var öskureiður.