fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Beggi Ólafs var kýldur- „Ef einhver hótar mér svona er ég að fara að gera nákvæmlega það“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 09:00

Beggi Ólafs. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergsveinn Ólafsson, hlaðvarsþáttastjórnandi, fyrirlesari og doktorsnemi í sálfræði, fór yfir knattspyrnuferil sinn í hlaðvarsþættinum Chess After Dark nýlega.

Bergsveinn er uppalinn hjá Fjölni. Hann gerði garðinn einnig frægan hjá FH og varð Íslandsmeistari með félaginu. Kappinn lagði skóna á hilluna aðeins 27 ára gamall, þá á mála hjá uppeldisfélaginu.

Þessi fyrrum varnarmaður segir tilfinningarnar stundum hafa hlaupið með sig í gönur á knattspyrnuvellinum. Átökin voru þó yfirleitt skilin eftir þar.

„Það er eitthvað fallegt við það að geta bara baunað yfir liðsfélaga þinn inni á vellinum og skilja það eftir þar,“ segir Bergsveinn í þættinum.

Böðvar Böðvarsson. Mynd/Getty

Svo var þó ekki í öllum tilfellum, eins og sýndi sig á æfingu með FH í eitt skiptið.

„Ég hef verið kýldur á æfingu. Það er eina skiptið sem ég var reiður lengur, í svona sólarhring. Böddi Löpp (Böðvar Böðvarsson), helvítið á honum, ég traðkaði á löppinni hans. Hann sagði „ef þú gerir þetta aftur þá kýli ég þig.“ Ef það er eitthvað sem ég veit þá er það að ef einhver hótar mér einhverju svona þá er ég að fara að gera nákvæmlega það. 

Ég fór að honum aftur og steig á hann, viljandi í þetta skiptið. Hvað gerir Böddi? Hann tekur olnboga í andlitið á mér.“

Bergsveinn var pirraður í smá tíma en ekki lengi.

„Egóið mitt kom upp. Ég hugsaði hvað þessi tittur sem væri þremur árum yngri en ég væri að rífa sig. Ég var ósáttur við hann í svona sólarhring. En Böddi er yndislegur drengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar Björn rekinn úr starfi sínu í Svíþjóð eftir örfáa mánuði í starfi

Brynjar Björn rekinn úr starfi sínu í Svíþjóð eftir örfáa mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo sagður hafa neitað að æfa í dag – Fór í ræktina með þeim sem byrjuðu í gær

Ronaldo sagður hafa neitað að æfa í dag – Fór í ræktina með þeim sem byrjuðu í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er magnaða myndin af Ronaldo sem allir eru að ræða – Systir hans tjáir sig

Þetta er magnaða myndin af Ronaldo sem allir eru að ræða – Systir hans tjáir sig
433Sport
Í gær

Skyndibitastaður gerði grín að Ronaldo – Sjáðu færsluna

Skyndibitastaður gerði grín að Ronaldo – Sjáðu færsluna