fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Sjáðu hvernig japanska liðið skildi við búningsklefann í Katar í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskaland er komið með bakið upp við vegg á Heimsmeistaramótinu í Katar eftir verulega óvænt tap gegn Japan í gær. Þýskaland voru mikið mun sterkari aðili leiksins framan af leik en Ilkay Gundogan kom liðinu yfir. Markið skoraði Gundogan úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Þýskaland fékk urmul færa til að klára leikinn en voru ekki í markaskónum. Það nýttu Japanar sér.

Ritsu Doan jafnaði leikinn á 75 mínútu og átta mínútum síðar var það Takuma Asano sem kom Japan yfir. Bæði Doan og Asano komu inn sem varamenn í leiknum.

Svona var klefinn eftir leik. Til fyrirmyndar.

Umgengni í búningsklefum liða hefur stundum verið tilefni til vangaveltna og þykir sumum umgengni knattspyrnumanna ekki beinlínis vera til fyrirmyndar. En Japanir eru sér á báti hvað þetta varðar og hafa þeir fengið mikið lof fyrir það hvernig þeir skildu við búningsklefann eftir leikinn í gær.

Vöktu Japanir fyrst athygli fyrir svona framgöngu á HM í Rússlandi eftir súrt tap gegn Belgíu.

Í gær voru það svo bæði stuðningsmenn og leikmenn liðsins sem tóku allt rusl sem sást. Leikmenn liðsins tóku búningsklefa liðsins í gegn og allir stuðningsmenn Japan í stúkunni tóku ruslið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefnir þrjá erfiðustu andstæðingana – Enginn Ronaldo og enginn Messi

Nefnir þrjá erfiðustu andstæðingana – Enginn Ronaldo og enginn Messi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea reyndi að fá leikmann Inter – Bróðir hans stoltur af ákvörðuninni

Chelsea reyndi að fá leikmann Inter – Bróðir hans stoltur af ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist hafa verið ömurlegur á HM – ,,Frammistaða mín var stórslys“

Segist hafa verið ömurlegur á HM – ,,Frammistaða mín var stórslys“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Endrick endar í spænsku höfuðborginni

Endrick endar í spænsku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svarar fjölmiðlamönnum og reynir að drepa þessa sögulínu

Svarar fjölmiðlamönnum og reynir að drepa þessa sögulínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brynjar Björn rekinn úr starfi sínu í Svíþjóð eftir örfáa mánuði í starfi

Brynjar Björn rekinn úr starfi sínu í Svíþjóð eftir örfáa mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo sagður hafa neitað að æfa í dag – Fór í ræktina með þeim sem byrjuðu í gær

Ronaldo sagður hafa neitað að æfa í dag – Fór í ræktina með þeim sem byrjuðu í gær
433Sport
Í gær

Hazard leggur belgísku skóna á hilluna

Hazard leggur belgísku skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Atvikið sem fór framhjá íslensku þjóðinni í gær – Sjáðu fréttamann RÚV standa upp í beinni og öskra

Atvikið sem fór framhjá íslensku þjóðinni í gær – Sjáðu fréttamann RÚV standa upp í beinni og öskra