fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Þrír sem gætu tekið við keflinu á Old Trafford

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United skoðar nú framherja sem gætu tekið við af Cristiano Ronaldo hjá félaginu.

Brottför Portúgalans frá Old Trafford var staðfest í gær. Komist var að samkomulagi um að rifta samningi hans.

Mirror tekur saman þriggja manna lista yfir leikmenn sem gætu leyst Ronaldo af hólmi hjá United.

Cody Gakpo
Var undir smásjá United í sumar. Hann kom að 25 mörkum PSV á síðustu leiktíð og ekki er tölfræðin lakari á þessari.

Gakpo skoraði í fyrsta leik sínum á HM gegn Senegal á dögunum og ekki lækkar verðmiðinn.

Getty Images

Benjamin Sesko
Aðeins nítján ára gamall og á framtíðina fyrir sér.

Sesko hefur skorað fimm mörk og lagt upp þrjú fyrir RB Salzburg í austurísku deildinni í sextán leikjum á þessari leiktíð.

Slóvenski framherjinn hefur þegar samið við RB Leipzig um að fara til félagsins í sumar en það gæti breyst ef gott tilboð berst frá United.

Getty Images

Kylian Mbappe
Skrifaði undir nýjan risasamning við Paris Saint-Germain í sumar en er alltaf í umræðunni og oft sagður ósáttur í París.

Það var sagt frá því á dögunum að United væri að undirbúa risatilboð.

Kylian Mbappe / Getty Images
Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Endrick endar í spænsku höfuðborginni

Endrick endar í spænsku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán kveðst hafa lausnina eftir hörmungar gærdagsins

Stefán kveðst hafa lausnina eftir hörmungar gærdagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans