fbpx
Föstudagur 03.febrúar 2023
433Sport

Stórt tilboð í Patrik barst frá Belgíu – Skildi Viking vel

433
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 07:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum var greint frá því í norskum fjölmiðlum að erlent félag hafi boðið háa upphæð í Patrik Sigurð Gunnarsson. Hann hefur nú tjáð Fréttablaðinu að tilboðið hafi komið frá Belgíu.

Tilboðið barst Viking í kringum Evrópuleiki sem Patrik heillaði mikið í á þessari leiktíð.

„Þetta er klúbbur sem er búinn að standa sig vel og spila í Evrópu. Þetta var spennandi. Tilboðið var veglegt en þetta var kannski ekki rétti tímapunkturinn fyrir Viking til að selja,“ segir Patrik í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið.

Patrik skildi félag sitt vel að hafa hafnað tilboðinu á þessum tímapunkti.

„Þegar tilboðið kom var ég ekki mikið að velta mér upp úr þessu því við vorum í miðri undankeppni Evrópu. Mér var búið að ganga mjög vel og þetta var bara góð viðurkenning fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sabitzer formlega kynntur til leiks hjá Manchester United og númer hans opinberað

Sabitzer formlega kynntur til leiks hjá Manchester United og númer hans opinberað
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætla sér að sigra Liverpool í baráttunni um Bellingham – Eitt gæti gert útslagið

Ætla sér að sigra Liverpool í baráttunni um Bellingham – Eitt gæti gert útslagið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jesus gefur í skyn hvenær hann gæti snúið aftur með nýrri mynd

Jesus gefur í skyn hvenær hann gæti snúið aftur með nýrri mynd
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján Óli gaf Rikka G athyglisvert loforð – „Það er ekki séns í helvíti“

Kristján Óli gaf Rikka G athyglisvert loforð – „Það er ekki séns í helvíti“
433Sport
Í gær

Svava þvertekur fyrir orðróma sem fóru á kreik

Svava þvertekur fyrir orðróma sem fóru á kreik
433Sport
Í gær

Valur kynnir annan leikmann til leiks – Óliver mættur frá Atalanta

Valur kynnir annan leikmann til leiks – Óliver mættur frá Atalanta