fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Yfirlýsing frá Ronaldo eftir riftun samningsins – ,,Rétt að leita að nýrri áskorun“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 18:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United á Englandi hefur staðfest það að félagið sé búið að rifta samningi Cristiano Ronaldo.

Þetta kemur fram í tilkynningu liðsins í kvöld en Ronaldo er nú staddur á HM með portúgalska liðinu.

Þetta er ákvörðun sem margir bjuggust við eftir viðtal sem Ronaldo fór í nýlega við Piers Morgan.

Þar gagnrýndi Ronaldo vinnubrögð Man Utd harkalega og sagði félagið hafa svikið sig.

Man Utd þakkar Ronaldo fyrir tíma sinn hjá félaginu en hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum.

Ronaldo hefur nú sjálfur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

,,Ég elska Manchester United og ég elska stuðningsmenn félagsins, það mun aldrei breytast. Ég tel þó að það sé rétti tíminn til að leita að nýrri áskorun,“ sagði Ronaldo.

,,Ég óska liðinu góðs gengis í framhaldinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“