fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Sigurður sér ekki eftir tilkynningunni í byrjun október – „Því snúið upp í eitthvað rugl fyrir utan klúbbinn“

433
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 16:00

Sigurður Heiðar Höskuldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Heiðar Höskuldsson var fyrr í dag kynntur sem nýr aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals. Hann yfirgefur Leikni Reykjavík, en það var komið á hreint áður en nýafstöðnu tímabili í Bestu deildinni var lokið.

Það varð ljóst þegar fjórar umferðir voru eftir af úrslitakeppni Bestu deildarinnar að Sigurður myndi yfirgefa Leikni. Því var svo haldið fram að hann væri að gerast aðstoðarþjálfari Vals, sem í dag var svo staðfest.

Leiknir féll úr efstu deild að úrslitakeppninni lokinni og er Sigurður nú horfinn á braut.

Hann sér ekki eftir því að hafa tilkynnt leikmönnum að hann væri á förum, þó svo að tímabilinu hafi ekki verið lokið.

„Tilkynningin var gerð í heiðarleika og einlægni með hag klúbbsins í fyrirrúmi. Svo var því snúið upp í eitthvað rugl fyrir utan klúbbinn,“ segir Sigurður við Fréttablaðið.

„Það var allt gert til að vera hreinskilinn og fyrir hag klúbbsins, að þeir hefðu þá mögulega lengri tíma til að ráða eftirmann og ekki missa af einhverju sem hefði svo ekki verið laust í lok tímabils.“

Nánar er rætt við Sigurð um nýtt starf í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hættur sem landsliðsþjálfari eftir vonbrigðin í Katar

Hættur sem landsliðsþjálfari eftir vonbrigðin í Katar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Sú heitasta“ í Katar ræddi við hinn umdeilda Piers Morgan – „Ef ég á að vera hreinskilin er það ekki svoleiðis“

„Sú heitasta“ í Katar ræddi við hinn umdeilda Piers Morgan – „Ef ég á að vera hreinskilin er það ekki svoleiðis“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarni Ben lýsir vendipunkti – „Kom í ljós að það myndi aldrei lagast“

Bjarni Ben lýsir vendipunkti – „Kom í ljós að það myndi aldrei lagast“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gervityppi og víbradorar seljast eins og heitar lummur þessa dagana – Ástæðan sögð þessi

Gervityppi og víbradorar seljast eins og heitar lummur þessa dagana – Ástæðan sögð þessi
433Sport
Í gær

Endrick endar í spænsku höfuðborginni

Endrick endar í spænsku höfuðborginni
433Sport
Í gær

Svarar fjölmiðlamönnum og reynir að drepa þessa sögulínu

Svarar fjölmiðlamönnum og reynir að drepa þessa sögulínu