fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Sindri Kristinn mættur í FH – Fyrsti leikmaðurinn sem Heimir fær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 22:30

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt öruggum heimildum 433.is hefur markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson skrifað undir samning hjá FH.

Sindri kemur til FH á frjálsri sölu frá Keflavík þar sem samningur hans var á enda.

Sindri er fyrsti leikmaðurinn sem Heimir Guðjónsson fær til FH en hann var ráðinn þjálfari liðsins í síðustu viku.

Sindri er fæddur árið 1997 en hann spilaði 25 leiki fyrir Keflavík í Bestu deildinni í sumar og stóð sig með miklum ágætum.

FH ákvað að endursemja ekki við Gunnar Nielsen sem hefur yfirgefið félagið. Atli Gunnar Guðmundsson varði mark FH seinni hluta tímabilsins og verður áfram hjá félaginu.

Sindri var í landsliðshópi Íslands sem mætti Sádí Arabíu og Suður-Kóreu á dögunum en kom þó ekki við sögu í þeim leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætir fyrrum liðsfélaga sínum í Messi en er hugmyndalaus: ,,Veit ekki hvernig við stöðvum hann“

Mætir fyrrum liðsfélaga sínum í Messi en er hugmyndalaus: ,,Veit ekki hvernig við stöðvum hann“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist hafa verið ömurlegur á HM – ,,Frammistaða mín var stórslys“

Segist hafa verið ömurlegur á HM – ,,Frammistaða mín var stórslys“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“