fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Arnar svekktur er stoltur af strákunum sem komu inn

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 14:20

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var sáttur með sína menn þrátt fyrir tap gegn Suður-Kóreu ytra í dag.

Það var leikið í Seúl. Min-Kyu Song kom heimamönnum yfir á 33. mínútu og reyndist það eina mark leiksins. Sigurinn var nokkuð sanngjarn.

Þetta var annar vináttulandsleikur liðsins í vikunni. Það tapaði sömuleiðis 1-0 gegn Sádi-Arabíu á sunnudag.

„Aftur erum við svekktir með að tapa leiknum. Í raun er þetta sama tilfinning og eftir leikinn gegn Sádi-Arabíu. Mér fannst við vera mjög solid. Strákarnir voru rosalega duglegir í dag og góð vinnsla í liðinu. Við vorum duglegir í að loka á það sem við vissum að þeir væru góðir í,“ segir Arnar við vefsjónvarp KSÍ eftir leik.

„Ég er svekktur með úrslitin er rosalega stoltur af strákunum. Þeir eru búnir að vera frábærir síðustu níu daga. Vinnuframlagið í kvöld er meira en fólk gerir sér grein fyrir.“

Lið Íslands í dag var töluvert breytt frá því sem vanalegt er og mikið til skipað af leikmönnum í Bestu deildinni hér heima.

„Ég sagði við strákana á fyrsta fundinum fyrir þetta verkefni að þetta væri möguleiki til að sýna sig og sanna. Sýna hvaða skref þeir hafa tekið undanfarna mánuði. Ef við horfum á leikmennina sem voru að spila í Bestu deildinni sumar, sérstaklega þá sem voru í Evrópueppni. Maður sér að það var ákveðin skóli. Þegar við komum hérna nokkrum mánuðum seinna sér maður að leikmenn eru búnir að taka skref fram á við.“

Viðtalið í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Endrick endar í spænsku höfuðborginni

Endrick endar í spænsku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán kveðst hafa lausnina eftir hörmungar gærdagsins

Stefán kveðst hafa lausnina eftir hörmungar gærdagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans