fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Arnar ræddi málin í Seúl – „Það má aldrei verða nein afsökun“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 08:30

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, var í viðtali við vefsjónvarp KSÍ í aðdraganda vináttulandsleiksins við Suður-Kóreu í Seúl á morgun.

Þetta er annar leikur Íslands í þessu verkefni, en liðið tapaði fyrir Sádi-Arabíu, 1-0, á sunnudag.

„Við búumst við mjög erfiðum leik. Við vitum að hópurinn sem þeir eru að vinna með núna er að mestu leyti skipaður leikmönnum sem er að fara á HM,“ segir Arnar.

„Þeir eru með feykisterkt lið, eins og við fengum að kynnast í janúar. Við búumst við leik á móti liði sem er mjög vel drillað, gott pressulið.“

Ísland og Suður-Kórea mættust einnig í janúar á þessu ári en þá töpuðu strákarnir okkar 5-1. Þá var lið Íslands, líkt og nú, töluvert breytt frá því sem er vanalega.

„Við viljum læra af leiknum í janúar. Margir leikmenn sem voru með okkur þá eru með okkur núna. Þetta er mjög gott tækifæri til að sjá hvort við höfum bætt okkur á þessum mánuðum.“

Níu klukkustundum munar á Íslandi og Seúl. Arnar var spurður út í hvort það hefði áhrif.

„Það má svosem aldrei verða nein afsökun. Þetta er bara hluti af þessu landsliðsumhverfi og þegar við erum að fara í stór verkefni og stóra leiki getur það verið í öðrum heimsálfum.“

Arnar vill gefa sem flestum leikmönnum tækifæri.

„Við munum gera einhverjar breytingar. Það voru valdir 23 leikmenn í þetta verkefni og við reynum að láta sem flesta leikmenn fá sem flestar mínútur. Það er hluti af þessu líka.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea reyndi að fá leikmann Inter – Bróðir hans stoltur af ákvörðuninni

Chelsea reyndi að fá leikmann Inter – Bróðir hans stoltur af ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætir fyrrum liðsfélaga sínum í Messi en er hugmyndalaus: ,,Veit ekki hvernig við stöðvum hann“

Mætir fyrrum liðsfélaga sínum í Messi en er hugmyndalaus: ,,Veit ekki hvernig við stöðvum hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svarar fjölmiðlamönnum og reynir að drepa þessa sögulínu

Svarar fjölmiðlamönnum og reynir að drepa þessa sögulínu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo sagður hafa neitað að æfa í dag – Fór í ræktina með þeim sem byrjuðu í gær

Ronaldo sagður hafa neitað að æfa í dag – Fór í ræktina með þeim sem byrjuðu í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn