fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
433Sport

Logi ræddi boltann og tónlistina – Tók ákvörðun síðasta vetur sem borgaði sig

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Tómasson, leikmaður Íslands og bikarmeistara Víkings, er gestur í nýjasta sjónvarpsþætti 433.is. Þar var tónlistarferill hans meðal annars til umræðu.

Bakvörðurinn skaust fram á sjónarsviðið árið 2019 sem bæði knattspyrnu- og tónlistarmaður. Í kjölfarið fór af stað umræða um að of mikil áhersla færi á tónlistarferil Loga og að hann bitnaði á knattspyrnunni.

„Ég ákvað fyrir þetta tímabil að ég ætlaði að setja allan fókus á fótboltann. Víkingar settu traust á mig, ég var svona eini hreini vinstri bakvörðurinn hjá þeim,“ segir Logi í þættinum.

Hann var látinn vita fyrir tímabil að hann yrði fyrsti kostur í vinstri bakverðinum.

„Ég ætlaði bara að gera það hundrað prósent og sýna hversu góður ég væri því ég vissi að ég gæti átt gott tímabil.“

Logi var spurður út það hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér í tónlistinni.

„Ég hef ekkert spáð í því nýlega. Ég get gert tónlist þegar ég vil. Eftir tíu ár, þrjú ár eða þegar ég er hættur í fótbolta, þá get ég alltaf tekið upp tónlistina aftur. En eins og staðan er í dag er ég að einbeita mér að fótboltanum og að ná lengra í honum.“

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útskýrir reiði Ronaldo sem virkaði mjög súr

Útskýrir reiði Ronaldo sem virkaði mjög súr
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England skoraði þrjú og mætir Frökkum í næstu umferð

England skoraði þrjú og mætir Frökkum í næstu umferð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sterling gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Senegal

Sterling gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Senegal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Englands og Senegal – Saka inn fyrir Rashford

Byrjunarlið Englands og Senegal – Saka inn fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Óskars sem vekja mikla kátínu – Myndi ekki gera það sama og Norðmaðurinn

Ummæli Óskars sem vekja mikla kátínu – Myndi ekki gera það sama og Norðmaðurinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ungstirni Man Utd kvartar yfir óviðeigandi söngvum – ,,Sýnum virðingu og breytum laginu“

Ungstirni Man Utd kvartar yfir óviðeigandi söngvum – ,,Sýnum virðingu og breytum laginu“